Síðasta færslan - Komin heim
Jæja, þá er Ameríkuævintýrinu lokið, því er þetta síðasta færslan. Við Gunni og Gunnar Magnús munum samt láta vita af okkur á síðunni hans Gunnars Magnúsar, svona fyrir nokkra vini erlendis. Við búum núna á Selbrautinni en fáum Garðastrætið afhent á föstudaginn. Búslóðin kemur hins vegar ekki fyrr en í byrjun janúar, þannig að við flytjum nú ekki inn strax. Gunni byrjar líka að vinna næsta föstudag. Ég byrja hins vegar ekki fyrr en 1. mars og það lítur út fyrir að barnið sé komið með dagmömmu. Þannig að allt er í lukkunnar standi :)
Við Gunni erum með gömlu gemsana okkar, ég með 821-5300 og Gunni með 8-200-225. Endilega hafið samband :)
Svo þakka ég bara fyrir allar heimsóknirnar og kommentin á þessari síðu. Lifið heil :)